Skemmtileg stærðfræðikennsla í 8. bekk

Við í 8.bekk höfum verið að vinna með almenn brot í stærðfræði. Við ákváðum að gera eitthvað skemmtilegt sem tengist því og komu krakkarnir með tómar tveggja lítra flöskur að heiman og breyttum við þeim í keilur. Þeim var raðað upp og skiptust krakkarnir á að kasta bolta í flöskurnar. Síðan var misjafnt hvort að krakkarnir lögðu brotin saman eða fundu jafngild brot. Skemmtilegur mánudagsmorgun hjá okkur og má sjá myndir hér.