Skákkennsla

Skákkennsla

Nemendur 4. - 6. bekkjar fá skákkennslu í febrúar og mars. Hjörleifur Halldórsson kemur í þrígang og kennir nemendum grunn í skák, en hann hefur teflt síðastliðin 50 ár og kann því eitt og annað fyrir sér. Krakkarnir eru mjög áhugasamir og ljóst að margir efnilegir skákmenn eru í bekkjunum.