Síðasti – fyrsti skóladagurinn hjá 10. bekk

Þriðjudagurinn síðasti var síðasti fyrsti skóladagurinn hjá 10. bekk. Var þetta umsjónarkennara dagur þar sem við sprelluðum saman allan daginn. Við fórum austur á sand og fór þar fram gríðarlega spennandi sandkastalakeppni, þar sem að margir kastalar börðust um sigurinn en fór svo að kastali Yrju, Kötlu og Ruborgar vann og fengu þær eignarbikar og ís í verðlaun. Kastalinn þeirra er með staur í miðjunni og margar litlar kúlur í kring (þannig að þið þekkið hann á myndunum). Eftir hádegi fórum við í allskonar boðhlaup og enduðum á stígvélakasti. Þetta var frábær byrjun á komandi skólaári og vonandi verður restin af árinu jafn skemmtileg. Myndir frá deginum má sjá hér.