Nemendur létu gott af sér leiða á Góðverkadegi Dalvíkurskóla

Nemendur létu gott af sér leiða á Góðverkadegi Dalvíkurskóla

Við erum stolt af nemendum okkar  sem sýndu samfélagi okkar vinsemd og kærleik með því að bjóða fram aðstoð af ýmsu tagi. Þeir hjálpuðu eldri borgurum við að skreyta, pakka inn, skrifa á jólakort og mokstur. Mörg fyrirtæki og stofnanir  nutu góðs af þeirri aðstoð t.d Vegamót, samkaup, Olís ofl.

Á Dalbæ glöddu þau vistmenn með jólasögum, tónlistarflutningi, handsnyrtingu o.fl. Víða mátti heyra fallegan jólasöng og sjá ymgri nemendur með bros á vör að bjóða vegfarendum jólaknús og smákökur, bera út blöð o.fl.

Með þessu sýnum við hvert öðru virðingu og náungakærleik sem er afar mikilvægt í mannlegum samskiptum. Það er mikilvægt fyrir nemendur að læra að taka tillit til annarra og sýna  öðrum umhyggju.

Hér má sjá myndir frá góðverkadeginum.