Leiklist hjá unglingunum

Leiklist hjá unglingunum

Leiklistarhópur unglingadeildar Dalvíkurskóla frumsýnir nýtt leikverk föstudaginn 28. október næstkomandi í Ungó. Nefnist það verk „Af unglingum og fleira fólki...“ eftir Arnar Símonarson og leikhópinn.

Dalvíkurskóli og Leikfélag Dalvíkur eru nú enn og aftur í samstarfi í tengslum við leiklistarvinnu með unglingum í Dalvíkurbyggð. Er þetta í sjöunda sinn sem samstarf af þessu tagi er tekið upp. LD leggur fram æfingarhúsnæði til afnota í 8 vikur fyrir þessa vinnu, endurgjaldslaust og félagsmenn, auk foreldra nemenda aðstoða auk þess varðandi búninga, leikmuni og fleira.
Leiklist er kennd sem valgrein í 8.,9. og 10. bekk í Dalvíkurskóla og hvorki fleiri né færri 33 nemendur sækja þessa faggrein í vetur !
Leiðbeinandi leikhópsins og leikstjóri uppfærslunnar er Arnar Símonarson, kennari og samfélagsþjálfi.
Æft er síðdegis og á kvöldin alla virka daga.
 
Arnar segir að verkið sé skrifað sérstaklega fyrir leikhópinn og unglingarnir hafi lagt sínar áherslur á útkomuna. Verkið fjallar um unglinga og samskipti þeirra á milli, sem og við fullorðna. Horft er á mismunandi aðstæður og rýnt í það skondna og skemmtilega í þessu sambandi.
 
Pétur Skarphéðinsson sér um ljósahönnun, Dagur Halldórsson og Baldvin Már Borgarson sjá um almenn tæknimál og Guðný Ólafsdóttir hannar leikskrá.
Umsjón með miðasölu er í höndum Lovísu Maríu Sigurgeirsdóttir.
Áætlaðar eru 8 sýningar á verkinu.
 
Sýningar !!
Föstudagur 28. okt.       Kl. 18.00                      Frumsýning
Laugardagur 29. okt.     Kl. 14.00                      2. sýning
Laugardagur 29. okt.     Kl. 16.00                      3. sýning
Sunnudagur 30. okt.      Kl. 15.00                      4. sýning
Mánudagur 31. okt.       Kl. 20.00                      5. sýning
Þriðjudagur 1. nóv.        Kl. 20.00                      6. sýning
Miðvikudagur 2. nóv.      Kl. 18.00                      7. sýning         
Föstudagur 4. nóv.        Kl. 20.00                      8. sýning
 
 
Ath! Aðeins þessar sýningar í boði!
 
Verð :  Börn yngri en 6 ára :                                        500.- kr.
            Börn og unglingar á grunnskólaaldri:                  800.- kr.
            Fullorðnir:                                                    1.000.- kr.
 
Umsjón með miðasölu :  
Lovísa María Sigurgeirsdóttir
Miðapantanir í síma 865 3158 milli kl. 17.00 -19.00 á daginn.