Legó í 4. bekk

Þriðjudaginn 15. mars fengum við í 4. bekk skemmtilega heimsókn. Fyrrum vöruhönnuður frá Lego Jóhann af nafni, kom með marga stóra kassa fulla af alls konar legokubbum. Krakkarnir fengu eina og hálfa kennslustund til að leika sér og máttu byggja það sem þá langaði til. Í boði voru ýmsar teikningar og svo var Jóhann duglegur að hjálpa til. Einna líkast var að krakkarnir hefðu stigið inn í ævintýraland þvílík var spennan og skemmtilegheitin.  Jóhann er nú á ferð um landið að heimsækja skóla og kynna Lego.  Endilega kíkið á myndirnar hér.