Jólaföndurdagur í Dalvíkurskóla

Jólaföndurdagur í Dalvíkurskóla

Á jólaföndurdeginum er búið að saga, pússa, mæla, mála, líma, sauma, klippa, bora, falda, raða, lita, hanna og svona mætti lengi telja upp öll þau handtök sem fimir fingur hafa unnið í dag. Kökuhlaðborð 10. bekkjar er að venju hlaðið hnallþórum við allra hæfi. Það hefur verið mikill gestagangur í skólanum og allir í jólaskapi eins og sjá má á myndunum sem hér fylgja.