Ísgerð í 3. bekk

Ísgerð í 3. bekk

Snjórinn er til margra hluta nytsamlegur og nóg framboð af honum á skólalóðinni okkar.  Það er hægt að byggja heilu virkin og gera göng út og suður og hafa nemendur verið mjög iðnir við þá iðju. Það er gaman að horfa á þau við byggingarnar og er samhjálpin oftast í hávegum höfð, þótt séu undantekningar þar á og slettist uppá vinskapinn annað slagið. En enginn á snjóinn, hann fellur af himnum ofan á skólalóðina og allir mega vera með án þess endilega að þurfa að spyrja einhvern um leyfi til þess.

Í þriðja bekk notuðum við snjóinn í útikennslunni og fórum í ísgerð. Við settum mjólk og kakómalt í poka, settum síðan pokann ofaní annan stærri sem innihélt gróft salt og snjó. Síðan skiptumst við á að nudda pokann, þar til saltið flutti kuldann úr snjónum smám saman yfir í mjólkina og viti menn, hún fraus og úr varð hið besta súkkulaðiískrap!

má sjá myndir úr snjónum og ísgerðinni.