Heimsókn 5. og 6. bekkjar í Hof

Þriðjudaginn 24. október var nemendum 5. og 6. bekkjar boðið að heimsækja menningarhúsið Hof til að skoða húsið og fræðast um starfsemi þess. Í upphafi fengum við að heyra smá fróðleik um menningarhúsið, til dæmis um byggingu þess, starfsemi og gestafjölda. Síðan fórum við í sminkherbergið að hitta Rögnu Fossberg, flottasta förðunarfræðing Íslands, sem meðal annars hefur séð um förðun í Áramótaskaupinu, Spaugstofunni og fjölda kvikmynda. Ragna leyfði nokkrum nemendum að setjast í förðunarsstólinn og sýndi okkur hvernig hún gerir yfirvaraskegg, marbletti, sár og fleira. Því næst örkuðum við hátt og lágt um húsið, skoðuðum salina, eina tæknibrú og hljómsveitargryfjuna. Rúsínan í pylsuendanum var svo töfrasýning með töframanninum Lalla, sem bæði sýndi okkur frábæra galdra og kenndi okkur nokkur töfrabrögð. Lalli var stórskemmtilegur og fékk nokkra nemendur til að aðstoða sig. Þeir eru greinilega efnilegir töframenn! Heimsóknin í Hof var bráðskemmtileg og voru nemendur skólanum sínum til mikils sóma. Við færum Hofi okkar bestu þakkir fyrir góðan dag. Hér má sjá myndir.