Góðverkadagur í Dalvíkurskóla

Góðverkadagur í Dalvíkurskóla

Í dag létu nemendur í Dalvíkurskóla gott af sér leiða og sýndu vináttu og hjálpsemi  víða í samfélaginu okkar.

Á myndunum má sjá nemendur  aðstoða í Samkaupum. Gleðja  heimilisfólk á Dalbæ með jólasöng, tónlistarflutningi og konurnar nutu þess að fá handsnyrtingu. Jólasöngur ómaði víða um bæinn  og fengu mörg  fyrirtæki aðstoð nemenda. Yngstu börnin glöddu bæjarbúa með litlum sætum gjöfum og ekki vantaði jólaknúsið.
Njótið aðventunnar og munið að vera góð hvert við annað.