Góðverkadagur í Dalvíkurskóla

Þriðjudaginn  17.desember er svokallaður Góðverkadagur í Dalvíkurskóla.

Nemendur fara víða um bæjarfélagið fyrir hádegi og láta gott af sér leiða m.a með því að aðstoða  við þrif og innkaup, aðstoða krakkana í leikskólunum, lesa jólasögur og  flytja jólatónlist á Dalbæ.Hjálpa til í Olís, N1 og Vegamótum. Einnig verður sungið og trallað á opinberum vettvangi s.s í Úrvali-Samkaup, Ráðhúsinu, Þulu, Samherja o.fl.  Nemendur í 1.-4.bekk bjóða vegfarendum upp á smákökur og jólaknús.
Við hvetjum bæjarbúa að vera á ferðinni um bæinn þennan morgun og taka vel á móti góðviljugum nemendum okkar.