Fyrsti stærðfræðitíminn í hringekju.

Á fimmtudaginn byrjaði hringekjan á elsta stigi þar sem að öllum nemendum elsta stigs er skipt upp í 4 hópa sem fylgjast að þann daginn í ensku, dönsku, stærðfræði og samfélagsfræði. Þetta var flottur dagur og almenn ánægja með þetta skipulag þar sem að vinna þarf með og kynnast öðrum en bekkjarfélögum. Í stærðfræði var unnið með rúmfræðihugtökin ferningur, ferhyrningur og rétthyrningur. Unnið var á misjafnan hátt í hópunum en myndir frá tímunum má sjá hér.