Eldriborgarar aðstoða við lestur

Eldriborgarar aðstoða við lestur

Dalvíkurskóli vinnur markvisst að því að efla læsi nemenda og efla áhuga þeirra á bókum og lestri.  Á fyrstu árum barna  í grunnskóla er mikil áhersla lögð á lestrarkennslu og því er afar mikilvægt að heimili og skóli vinni saman að því að efla lestrarfærnina.   Markviss og stöðug æfing er mikilvægur þáttur til að ná tökum á lestrinum.

Við höfum átt afar farsælt og ánægjulegt samstarf við eldri borgara  undanfarin ár  með t. d spilastundunum  í Mímisbrunni og nú ætla nokkrir  þeirra  að koma í skólann og hlusta á nemendur í 1.-4. bekk lesa.

Það er ómetanlegt fyrir nemendur okkar að kynnast eldri borgurum okkar og erum við þeim afar þakklát og vonumst til þess að þetta góða samstarf verði öllum til gagns og gaman.