Dalvíkurskóli í baráttu gegn einelti

Dalvíkurskóli í baráttu gegn einelti

Í dag, 8. nóvember er sérstakur baráttudagur gegn einelti. Þjóðin er hvött til að standa saman gegn einelti í samfélaginu, ekki síst í skólum og á vinnustöðum. Í tilefni dagsins fengu allir nemendur Dalvíkurskóla og starfsfólk sér göngutúr austur á sand, þar sem allir tóku höndum saman og stilltu sér upp til myndatöku með Dalvíkina okkar og Bæjarfjallið baðað haustsólinni í baksýn