Byrjendalæsi í 1. og 2. bekk

Fyrir stuttu unnu 1. og 2. bekkur saman að byrjendalæsisverkefni út frá bókinni Út úr mun flóa í örkinni hans Nóa en hún er í bundnu máli og segir á gamansaman hátt frá snilldarráði sem Nói grípur til þegar dýrin fara að vera fúl og örg í örkinni. Nemendur útbjuggu til dæmis birgðalista fyrir Nóa, spiluðu jöfnuspil og eltispil um dýr, bjuggu til rímorðaflaug, léku dýrin í hæfileikakeppninni, ortu ljóð og sömdu eigin fróðleikstexta um dýr. Hér má sjá nokkrar myndir af kátum og duglegum nemendum við vinnu.