Börn fyrir börn

Börn fyrir börn

Nemendum 10. bekkjar var boðið að taka þátt í  heilbrigðis- og félagsforvarnarverkefni sem heitir ,,Hugsað um barn”. Verkefnið fólst í því að nemendur voru "foreldrar" tvo sólarhringa með öllu því sem tilheyrir og þurftu að leggja til hliðar sínar þarfir í tvo sólarhringa og sinna ,,barninu“.   Hugsað um barn er alhliða forvarnarverkefni um lífsstíl unglinga sem hjálpar þeim að taka upplýsta ákvörðun varðandi kynlíf, áfengi, mikilvægi þess að standa sig í námi og mikilvægi góðrar samvinnu við foreldra.