Árshátíð Dalvíkurskóla verður tileinkuð sögum Astrid Lindgren

Árshátíð Dalvíkurskóla verður tileinkuð sögum Astrid Lindgren

Í mars verður skemmtileg þemavinna sem ber yfirskriftina Astrid Lindgren. Allur skólinn mun vinna að þessu skemmtilega verkefni og munu kennarar reyna eftir bestu getu að vera með þemavinnu tengda Astrid Lindgren í allflestum fögum í skólanum. Þemavinnunni lýkur síðan með árshátíð skólans dagana 20. - 22. mars þar sem nemendur munu sýna afraksturinn í leik og söng. Áhorfendur munu upplifa stórskemmtilega sýningu þar sem ævi Astridar og helstu verk hennar munu koma við sögu. Hér má sem dæmi nefna: Línu Langsokk, Ronju Ræningjadóttur, Maddit og Betu og Kalla Blómkvist.