Áhugasviðsverkefni á unglingastigi

Áhugasviðsverkefni á unglingastigi

Unglingastigið hefur verið að vinna að nýsköpunarverkefni síðustu 4 föstudaga. Verkefnið byrjaði á því að nemendur völdu sér í hópa og drógu síðan 3 miða. Á fyrsta miðanum var tekið fram fyrir hvern stóllinn átti að vera og á seinni tveimur miðunum voru lýsingarorð sem áttu að einkennandi fyrir stólinn. Nemendur gerðu skissur og síðan lokateikningu í hlutföllunum 1:5 og enda síðan á líkani í sömu hlutföllum. Það var því mikið líf í tímanum í dag þegar nemendur unnu að smíði líkana, myndir frá tímanum má sjá hér.