Áhugasvið - Nýsköpun

Á eldra stigi í Dalvíkurskóla hófst kennsla í áhugasviði og  nýsköpun á vorönn 2014.  Þá einbeittum við okkar að áhugasviðinu og lauk önninni með metnaðarfullri kynningu nemenda á mörgum ólíkum áhugamálum.

 

Síðustu vikur hafa nemendur hins vegar unnið að verkefni í nýsköpun. Nemendur unnu í tveggja til þriggja manna hópum og fengu það verkefni að hanna stól. Hóparnir drógu þrjá miða, einn sem sagði fyrir hvern stóllinn átti að vera og síðan tvö lýsingarorð sem lýstu eiginleikum stólsins. Dæmi um miða gat verið: kokkur, sígildur, hryllilegur.  Öll nánari útfærsla var í höndum hópsins. Nemendur þurftu að búa til hugmyndaskissur, lokateikningu í hlutföllunum 1:5 og smíða líkan. Í dag héldu þeir síðan sýningu á lokafurðinni. Við viljum þakka þeim fjölmörgu gestum sem lögðu leið sína til okkar í dag. Myndir frá kynningunni má sjá hér.