Að skoða lífverur og hreinsa til

Í tengslum við þemað okkar um hafið fórum við í 2. og 3. bekk austur á sand. Markmið ferðarinnar var að sjá hvaða lífverur við gætum fundið í fjörunni okkar góðu.  Krakkarnir skemmtu sér mjög vel og fundu margar lífverur sem áður voru lifandi. Við söfnuðum afrakstrinum saman og ræddum um hann og voru krakkarnir duglegir við að taka þátt í umræðunum.

Við nýttum þessa ferð einnig í umhverfisþemað okkar með því að tína upp það rusl sem á vegi okkar varð. Því miður náðum við að finna rusl og er von okkar sú að með tímanum verði ekkert rusl út í náttúrunni.
Hér sjáið þið nokkrar myndir frá þessari skemmtilegu ferð, skoðið og njótið.