7. bekkur í skólabúðum á Húsabakka

7. bekkur í skólabúðum á Húsabakka

Vikuna 17.-21.febrúar fóru nemendur 7.bekkjar í skólabúðir á Húsabakka. Ásamt Dalvíkurskóla komu líka nemendur frá Grenivík, Árskógi og Svalbarðsströnd. Hver dagur var vel skipulagður fræðsluefni, hópefli, leiklist og ýmsu öðru skemmtilegu. Til dæmis komu konur frá Aflinu og fræddu krakkana um starfsemi samtakana, lögreglan fjallaði um forvarnir, björgunarsveitin um sína starfsemi. Allir sýndu krakkarnir sínar bestu hliðar, komu vel fram, voru kurteis og þægileg í umgengni. Vel var hugsað um hópinn af starfsfólki Húsabakka og fengum við veislumat hvern dag og nýbakað í kaffitímum. Góðar minningar í tengslum við nýjan vinskap sitja efst og jafnvel hafa einhver hjörtu farið að slá í takt....