4. bekkur - Stöðvavinna í stærðfræði

4. bekkur - Stöðvavinna í stærðfræði

Í maí er 4. bekkur í stöðvavinnu í stærðfræði. Við erum aðallega að vinna í margföldun og deilingu en einnig í upprifjun á 10- og 20 vinunum. Þar að segja finna tvær tölur sem eru plúsaðar saman og gefa útkomuna 10 eða 20.  Þetta gerum við á mismunandi vegu en notast er við kennsluaðferð sem heitir learning styles en þar er reynt að kenna á mismunandi vegu  og reynt að komast til móts við mismunandi námsstíla nemenda.  Hér má sjá myndir frá þessari vinnu.