4. bekkur og árshátíðarundirbúningur

4. bekkur er kominn á fulla ferð í þemavinnu um Astrid Lindgren. Í dag vorum við í tölvufræði og unnum skemmtileg verkefni út frá Astridar þemanu.

Krakkarnir fengu sjálfir að velja sér hvort þau myndu vinna með Astrid sjálfa eða einhverja af þeim fjölmörgu sögupersónum sem þau þekkja.
Hér má sjá afraksturinn og prýða þessar myndir nú einn vegginn í anddyri skólans.