1. bekkur heimsótti Promens

1. bekkur heimsótti Promens

Síðasta föstudag var nemendum í 1. bekk boðið í heimsókn í Promens og þar var virkilega vel tekið á móti okkur. Búið var að setja upp þrautabraut úr rörum og kerum sem allir krakkarnir fóru í gegnum. Eftir það leiddu Sævaldur, Dagur og Lovísa María okkur í gegnum framleiðsluferlið í stórum dráttum og sögðu frá hvernig plastkúlur verða að keri eða annarri vöru. Krakkarnir voru mjög áhugasamir og höfðu gaman af. Að lokum fengu allir góða gjöf og gotterí og nú eiga allir flott endurskinsvesti sem verður frábært að nota í skammdeginu. Kærar þakkir fyrir okkur. Smelltu hér til að skoða fleiri myndir úr heimsókninni.