Miðvikudaginn 11. desember kom saman hópur fólks með það að markmiði að spila og spjalla og í leiðinni að þjálfa tungumálafærnina. Þetta voru nemendur í íslensku hjá Símey ásamt kennara sínu Unni Hafstað og hópur Íslendinga sem sá um að leiða spjallið. Alls tóku 12 Íslendingar þátt í samverunni og eru þeim hér með færðar okkar bestu þakkir. Án ykkar er þetta ekki mögulegt. Hér má sjá myndir af samkomunni sem var hin skemmtilegasta og ekki spilltu glæsilegar veitingar hjá Júlla og Grétu á Þulu.