Val á bestu barnabókinni 2009

Val á bestu barnabókinni 2009

 

Miðvikudaginn 20. maí sl. var dregið úr þátttakendum í vali á bestu barnabókinni 2009. Valið fór fram á Bókasafni Dalvíkurbyggðar og voru börn hvött til að koma og vera viðstödd, hvort sem þau tóku þátt eða ekki.

Dregnir voru tveir heppnir þátttakendur upp úr atkvæðakassanum og hrepptu þeir bók, sem viðurkenningu á þátttökunni. Bækurnar voru að sjálfsögðu verðlaunabækurnar: Fíasól er flottust eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og Skúli skelfir og villta tryllta tímavélin, sem Guðni Kolbeinsson þýddi.

Bókasafnið þakkar börnunum fyrir þátttökuna og hvetur fleiri börn til að taka þátt á næsta ári.