Skáld mánaðarins

Skáld mánaðarins

Skáld september-mánaðar hjá Bókasafninu er Guðrún Helgadóttir.  Við höfum tínt saman allar bækur hennar sem til eru á safninu og vonumst til að lánþegar hafi ánægju af. Guðrún fæddist í Hafnarfirði 1935.
Fyrsta bók hennar, Jón Oddur og Jón Bjarni kom út árið 1974, en hún er fyrsta bókin af þremur, og allar hafa þær verið endurútgefnar og gerð hefur verið kvikmynd um sögurnar.  Guðrún er einn þekktasti núlifandi barnabókahöfundur á Íslandi og hafa bækur hennar verið þýddar á mörg tungumál. Hún hlaut Norrænu barnabókaverðlaunin árið 1992 fyrir bók sína Undan illgresinu og tilnefnd til H.C. Andersen verðlaunanna 1988 auk ýmissa viðurkenninga fyrir verk sín á Íslandi. Guðrún skrifar aðallega fyrir stálpuð börn,en hefur einnig sent frá sér nokkrar myndabækur fyrir yngri börn með myndskreytingum eftir þekkta listamenn.