Opnunartími yfir páskana á bókasafninu

Brynja gefur ei/-feigum fjör
Oft kemur sviði eftir sáran kláða
Brynja gefur ei/-feigum fjör
Oft kemur sviði eftir sáran kláða

Bókasafnið þarf sitt páskafrí eins og aðrir og verður opnunartíminn eins og hér segir: 

Fimmtudagur 13. apríl - LOKAÐ

Föstudagur 14. apríl - LOKAÐ

Laugardagur 15. apríl - OPIÐ 13.00-16.00. Ævintýrastund á Bókasafninu frá 13.30-14.15. Ævintýrastund ætti að henta fólki á öllum aldri þó efnið verði sérstaklega valið með börn í huga. Rýnt verður í sögupersónur, hvernig hlutverk eða efni hefur breyst í gegnum tíðina og valin ævintýri lesin, bæði ný og gömul. Björk Hólm sér um ævintýrastundina en börnin eru áfram á ábyrgð foreldra eða forráðamanna á meðan á stundinni stendur. 

Sunnudagur 16. apríl - LOKAÐ

Mánudagur 17. apríl -  LOKAÐ

Fimmtudagur 20. apríl - LOKAÐ

Föstudagur 21. apríl - venjulegur opnunartími. Hádegisfyrirlestur í sýningarsalnum í Bergi. Að þessu sinni sýnd stutt heimildarmynd um mann sem margir þekkja eflaust úr byggðarlaginu. Höfundur myndarinnar er Jón Bjarki Hjálmarsson frá Steindyrum en myndin heitir: Afi Mannsi. Jón Bjarki ætlar að segja stuttlega frá ferlinu á bak við tjöldin og ef til vill svara spurningum að sýningu lokinni ef tími gefst til.

nóg um að vera yfir páskana

 

Fyrir utan dagskrá bókasafnsins verður nóg um að vera í Menningarhúsinu Bergi yfir páskahátíðina.  Nú hangir uppi myndlistasýningin Skuggabirta sem inniheldur verk eftir Guðmund Ármann. Viðfangsefni sýningarinnar er hin kvika birta náttúrunnar og vísar titill sýningarinnar, Skuggabirta, til þess.

Á fimmtudaginn (skírdag) verða tónleikar með fjölskyldutríóinu Elví, Eyþóri Inga og Birki Blæ. Tónleikarnir standa frá kl. 20.00-21.30.

Á laugardaginn býður Basalt upp á Páskabrunch frá 11.00-14.00, athugið að það þarf að panta borð. Hægt er að gera svo í síma 868-1202 eða á basaltbistro@gmail.com. 

Um kvöldið eru síðan tónleikar með Aroni Óskarssyni og hljómsveit. Tónleikarnir byrja kl. 21.00 og miðaverð er 1500 kr. 

 

Eins og sjá má verður nóg um að vera á öllum vígstöðum í Menningarhúsinu Bergi um páskana og hlökkum við mikið til að sjá sem flesta.