Norræni skjaladagurinn 14. nóvember

Norræni skjaladagurinn 14. nóvember

Í tilefni norræna skjaladagsins 14. nóvember stóð skjalasafnið fyrir hádegisfyrirlestri sl. fimmtudag um förumenn. Safnið á ásamt öðrum skjalasöfnum landsins aðild að heimasíðu dagsins sem Þjóðskjalasafnið heldur utan um. Hér má sjá síðuna. Þema dagsins var: Án takmarka (uten hindring) og var skjalasöfnunum í sjálfsvald sett hvaða efni þau legðu til.  Framlag skjalasafnsins er pistill um Stuttu-Stínu sem oft er talin vera síðasta förukonan á Íslandi.