Ljósmyndahópur kemur saman á nýju ári

Tryggvi Jónsson (Frystihússtjóri), Ásgeir P. Sigjónsson (kennari) og Egill Júlíusson (útgerðarmaður)…
Tryggvi Jónsson (Frystihússtjóri), Ásgeir P. Sigjónsson (kennari) og Egill Júlíusson (útgerðarmaður).

Á Héraðsskjalasafni Svarfdæla starfar öflugt teymi við greiningu á ljósmyndum sem borist hafa safninu. Hópurinn hittist vikulega á miðvikudögum frá 10.00 - 12.00 í kjallara Ráðhúss Dalvíkur og eru allir velkomnir sem hafa áhuga. Það er mikill fengur fyrir okkur öll að hafa aðgang að þekkingu þessa hóps og er framlag þeirra ómetanlegt fyrir áframhaldandi skráningu ljósmynda á safninu. 

Á miðvikudaginn 11. janúar kom ljósmyndahópurinn saman á ný eftir örlítið hlé og fór yfir myndir úr dánarbúi Báru Elíasdóttur. Meðfylgjandi mynd er úr safni Báru en á henni eru f.v. Tryggvi Jónsson (Frystihússtjóri), Ásgeir P. Sigjónsson (kennari) og Egill Júlíusson (útgerðarmaður). 

Héraðsskjalasafni Svarfdæla er stöðugt að berast ljósmyndagjafir og erum við öllum gefendum þakklát. Að því sögðu viljum við gjarnan minna fólk á ef það veit af ljósmyndum sem þyrfti að varðveita frekar en að henda að láta vita af þeim á skjalasafninu.