Ljóð unga fólksins 2008

Þöll, samstarfshópur um barna- og unglingamenningu á bókasöfnum, hratt af stað samkeppni árið1998, þá sem ljóða- og smásagnakeppni. Ári síðar var ákveðið að hafa einungis ljóðasamkeppni og hlaut hún þá nafnið „Ljóð unga fólksins".
Nú stendur þessi samkeppni yfir í sjötta sinn.   Gefið verður út hefti með verðlaunaljóðunum ásamt úrvali ljóða úr keppninni.
Þátttakendum er skipt niður í tvo aldurshópa, 9-12 ára og 13-16 ára, og getur hver þátttakandi skilað inn mest þremur ljóðum. Hægt er að skila ljóðunum á bókasafn skólans eða koma þeim til næsta almenningsbókasafns sem auglýst er á veggspjaldinu. Skilafrestur er til 28. mars.
Eftir 28. mars tekur dómnefndin til starfa. Verðlaun verða afhent í tengslum við Dag bókarinnar 23. apríl og Viku bókarinnar.
Verðlaunaafhending fer fram í þeim bókasöfnum sem næst eru verðlaunahöfum.
Við hvetjum öll börn og unglinga sem áhuga hafa á ljóðum að taka þátt, því mörg ljóð verða sett í bókina.