Hvenær á ég að skila bókunum

Hvenær á ég að skila bókunum

Hægt er að fara inn á www.gegnir.is til að sjá hvaða bækur viðkomandi er með í útláni.
Þar er reitur sem heitir NÚMER. Þar skal setja kennitölu og síðan er lykilorð, sem fæst á bókasafninu sett í reitinn LYKILORÐ.  Svo er smellt á innskráning.
Munið að skipta um lykilorð eftir fyrsta skiptið.  Munið einnig að við tilheyrum safnahóp Norðurland.
Á mínum síðum er hægt að sjá eftirfarandi:

  • Sjá hvað er í láni og hvenær á að skila
  • Endunýja lánið, ef bókin er ekki pöntuð
  • Setja sig á biðlista eftir gögnum.  Finna fyrst bókina og smella á frátekt.
  • Skoða fyrri útlán