Góðverk á aðventu

Góðverk á aðventu

Starfsfólk bókasafnsins fékk kærkomna aðstoð mánudaginn 17. desember þegar hópur stúlkna úr 9. bekk Dalvíkurskóla komu til að vinna fyrir okkur sem hluta af góðgerðaverkadeginum. Þær fóru yfir uppröðun í hillur barnahornsins, gengu frá bókum í sem voru að koma úr útláni, röðuðu tímaritum í box í geymslunni og hreinsuðu til í tímaritum á bókasafninu. Allt verkefni sem hafa setið á hakanum. Takk fyrir hjálpina stelpur.

Yrja, Andrea, Ólöf og Katla