Gleðilegt ár og takk fyrir komuna á liðnu ári

Nú í byrjun janúar eru útlánatölur síðasta árs strax tiltækar.  Má segja að notkun á gögnum bókasafnsins aukist jafnt og þétt.  Útlánatölur 2007 voru 11.593 á móti 9.657 fyrir árið 2006.  Einnig hefur lánþegum fjölgað nokkuð milli ára.  Á þessu sést að við erum á réttri leið og hvetjum við því fólk til þess að nýta sér mjög fjölbreyttan safnkost bókasafnsins.  Einnig er mjög notalegt að koma hérna og líta í blöðin yfir kaffibolla.  Hér liggja öll helstu dagblöð frammi og einnig mikið magn ýmissa tímarita, sem hægt er að líta í eða  fá lánuð heim.