Fyrsti hádegisfyrirlestur vetrarins 3. október

Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands á Akureyri

heldur fyrirlesturinn: Sveppir - ætir, ómissandi en stundum til vandræða.
Í Bergi 3. október kl. 12:15 - 13:00

Sagt verður frá svepparíkinu, líkama sveppa, aldinum og helstu hópum þeirra.
Sagt frá matsveppum og því hvaða matur er í þeim en einnig varað við eitruðum sveppum.
Sveppir eru ómissandi í hringrás næringarefna þar sem þeir brjóta niður sinu og dauðan við og undir yfirborðinu sjá þeir um að útvega plöntum næringarefni og fá í staðinn kolvetni frá þeim. Sníkjusveppir sjúga næringu úr hýsli sínum og valda sumir þeirra manninum tjóni þegar þeir eyðileggja nytjaplöntur. Fúnir sólpallar, myglað kjarnfóður og flauelskenndir, dökkir myglublettir undir eldhúsvaskinum eru dæmi um það þegar rotsveppir komast í efni sem ekki stóð til að þeir brytu niður.
Allir velkomnir – enginn aðgangseyrir