Fróðlegur fyrirlestur

Fróðlegur fyrirlestur

Síðasti hádegisfyrirlestur vetrarins var haldinn 2. maí. Um 30 manns mættu og hlýddu á mjög fróðlegan fyrirlestur Þorsteins Skaftasonar um örnefni í fjallendinu umhverfis Dalvíkurbyggð. Þorsteinn hefur unnið frábært starf og sýndi fjölda ljósmynda þar sem helstu örnefni eru merkt inn. Tími gafst ekki til að heyra hugleiðingar Þorsteins um eyðibýli og örnefni tengd þeim en hér með er skorað á Þorstein að undirbúa fyrirlestur um það efni og leyfa okkur að njóta næsta vetur. Karar þakkir fyrir okkur.