Fjölmenni á hádegisfyrirlestri

Fjölmenni á hádegisfyrirlestri

Fjölmenni var á hádegisfyrirlestri Júlíusar Júlíussonar í Bergi 7. mars. Um 160 manns mættu og hlýddu á Júlíus fjalla um hvernig fólk úr Dalvíkurbyggð hefur sett svip sinn á íslenskt samfélag í gegnum árin með eftirminnilegum hætti og gerir enn. Fyrirlesturinn Stærstur mestur frægastur, stóð í klukkutíma og hélt Júlíus athygli áheyrenda sinna allan tímann. Takk fyrir fróðlegan fyrirlestur Júlíus og ykkur hinum fyrir komuna.