Dagskrá bókasafnsins í desember

5. des. - Hádegisfyrirlestur í Bergi kl. 12:15 - Kvæða- og vísnasafnið Haraldur - Hverjir voru Haraldur frá Jaðri og Gunnar Pálsson frá Upsum? Hildur Aðalsteinsdóttir og Atli Rafn Kristinsson segja frá þeim Haraldi og Gunnari og einnig verður sagt frá Kvæða- og vísnasafninu og starfinu í kringum það.

5. des. - Sögustund á bókasafninu kl. 16:15 - lesið verður á pólsku, efni sem hentar leikskólabörnum. Kamila Piotrowska sér um upplesturinn.

11. des. - ,,Komdu að spila og spjalla" kl. 17 - 18.  Íslenskunemendur hjá Símey bjóða Íslendingum upp á kaffibolla og spjall.  Þeir sem vilja geta spilað borðspil og ýmis konar málörvunarspil. Allir sem geta talað íslensku eru velkomnir.

12. des. - Sögustund á bókasafninu. kl. 16:15. - Þuríður Sigurðardóttir les fyrir grunnskólanemendur

15. des. - Rithöfundar á ferð. - kl. 13:00.  Rithöfundar á vegum Bókaútgáfunnar Uppheima verða á ferðinni. Þeirra á meðal eru: Bjarki Karlsson, Pálmi Gunnarsson, Örlygur Kristfinnsson, Urður Snædal, Sigmundur Ernir Rúnarsson o.fl. Það er ekki mögulegt að staðfesta hverjir koma en það verður spennandi að sjá og heyra.

17. des. - Sögustund með Dagbjörtu kl. 16:30. Dagbjört Ásgeirsdóttir les úr nýútkominni bók sinni um Gumma.

19. des. - Upplestur úr nýjum bókum kl. 20:00. Félagar úr Leikfélagi Dalvíkur sjá um að lesa valda kafla úr vinsælum nýjum bókum. Kaffihúsið opið.