Bókasafnið fær pólskar bækur að gjöf

Bókasafnið fær pólskar bækur að gjöf

Bókasafninu barst nýlega höfingleg gjöf þegar Jolanta Piotrowska íbúi á Dalvík gaf safninu 25 bækur á pólsku. Bækurnar eru allar nýlegar og er bæði frumsamdar og þýddar skáldsögur. Þessi bókagjöf er frábær byrjun á uppbyggingu á safnefni fyrir erlenda íbúa Dalvíkur en á næsta ári er stefnt að því að kaupa efni á pólsku og lettnesku. Safnið hefur hingað til fengið bækur á pólsku að láni frá öðrum söfnum og er með nokkrar að láni núna frá Bókasafni Hérðasbúa. Í nóvember hefur farið fram kynning á þjónustu bókasafnsins meðal þeirra sem stunda íslenskunám hjá Símey. Í gær 28. nóvember kom síðasti hópurinn í heimsókn með Guðnýju kennara sínum og Jolanta þeirra á meðal.

 

Hópur nemenda á 3. stigi í íslensku í heimsókn á bókasafninu.