Grænfánanum flaggað í fimmta sinn

Grænfánanum flaggað í fimmta sinn

Í dag flögguðum við nýjum Grænfána en það er í fimmta skipti sem honum er flaggað. Áttum saman hátíðlega stund úti á bílaplani leikskólans. Sett var upp skilti með merki Grænfánans og Katrín frá landvernd ræddi við börnin um mikilvægi þess að ganga vel um jörðina.