ÆskuRækt

ÆskuRækt er kerfi sem heldur utanum hvatagreiðslur Dalvíkurbyggðar. Hvatagreiðslur eru styrkur sem ætlaður er þeim börnum sem leggja stund á tómstundir í sveitarfélaginu. Hægt er að nýta sér hvatagreiðslur fyrir allt að þrjár tómstundir hverju sinni t.d. tónlistarskóla og íþróttagreinar. Hvatagreiðslan er 1.800kr. á mánuði fyrir hverja tómstund og kemur hún til lækkunar æfingargjöldum. Sem dæmi: Ef að hvatagreiðsla er notuð upp í greiðslu skólagjalda í tónlistarskólann fyrir haustönn fæst samtals upphæð 7.200 í styrk fyrir þá grein tómstundar, eða 1.800kr á mánuði í 4 mánuði. Upphaf hvatagreiðslu miðast við skráningardag barns í tómstundir og því er mikilvægt að skrá iðkanda um leið og opnað er fyrir skráningu. Sem dæmi: Skráning á knattspyrnuæfingar hefst 1. september. Til þess að nýta fullar hvatagreiðslur þarf að vera búið að skrá fyrir 15. september. Eftir þann tíma skerðist greiðslan um 1.800kr. og síðan um sömu upphæð mánaðarlega eftir því sem skráning dregst.

Leiðbeiningar um skráningu í ÆskuRækt

Guide in English

Instrukcje po polsku