Sumarfjör

Sumarfjör er sumargæsla barna í málaflokki fatlaðra í Dalvíkurbyggð. Sumarfjör er opið alla virka daga frá kl 7:45 – 16:00 frá byrjun júni fram í ágúst. Öll börn þurfa að taka að minnsta kosti 4 vikur í sumarfrí á þessu tímabili. Þjónustan er einstaklingsmiðuð og reynt er eftir fremsta megni að hafa þarfir hvers og eins í huga. Hugmyndin með þessu fyrirkomulagi er meðal annars sú að börnin verða saman og geta kannski farið í styttri vettvangsferðir, séu ekki ein með starfsmanni heldur njóti félagsskapar hvert frá öðru og minni hætta á að ef einhver forföll verða vegna veikinda að vistun detti niður.


Gjaldskrá fyrir þessa þjónustu yrði með þeim hætti að ekki væri boðið uppá morgunverð en í boði væri léttur hádegisverður og einnig hægt að kaupa síðdegishressingu. Ef barnið er ekki í vistun allan mánuðinn er hægt að óska eftir hálfu gjaldi í mat og síðdegishressingu en miðast það við tíu daga eða minna í mánuði. Greiðslur vegna þessa yrðu eftirfarandi:

Tímagjald 335,- á hvern klukkutíma
Hádegismatur: 4466,-
½ hádegismatur : 2233,- (10 dagar eða minna)
Síðdegishressing: 1954,-
½ síðdegishressing: 977,- (10 dagar eða minna)

Nánari upplýsingar veitir Þórhalla Karlsdóttir í síma 460 4900 og á netfanginu tota@dalvikurbyggd.is