Veitu- og hafnasvið

Leiðarljós veitu- og hafnasviðs eru:

 • Að reyna ávallt að koma til móts við þarfir og væntingar viðskiptavina sinna innan marka laga, reglna og samþykkta sveitarstjórnar.
 • Að leitast við að sýna viðskiptavinum sviðsins og samstarfsmönnum jákvæðni og þjónustulund og gæta jafnræðis við alla.
 • Að starfsmenn sviðsins vinni saman sem samstilltur hópur að markmiðum þess. 
 • Að unnið sé eftir Þjónustustefnu sveitarfélagsins.
 • Að starfsmenn gæti trúnaðar um það sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skal fara með samkvæmt lögum, fyrirmælum yfirmanna eða eðli málsins samkvæmt.
 • Að leitast við að gera betur í dag en í gær og ennþá betur á morgun.
 • Markmiðið er hámarksnýting og lágmarkssóun.

 Hlutverk veitu- og hafnasviðs:

 • Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar á og rekur þrjár hafnir, á Hauganesi, Árskógssandi og á Dalvík. Þær eru bæði atvinnufyrirtæki og uppspretta atvinnutækifæra. Markmið Hafnasjóðs er að veita eins góða þjónustu og unnt er og efla eftir föngum atvinnusköpun í sveitarfélaginu. Viðskiptavinir eru einkum útgerðaraðilar sem reka skip, báta og ferjur, einstaklingar og félög sem leigja húsnæði af hafnasjóði, flutningaskip og aðrir flutningsaðilar.
 • Hlutverk Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar er að sjá til þess að nægjanlegt gott vatn sé til staðar, á veitusvæði hennar, sem fullnægir þörfum íbúa og fyrirtækjum sem þar starfa. Til þess að tryggja að svo sé er fylgst með gæðum vatnsins, búnaði á brunnsvæðum, bæði dælum og lagnakerfi. Á Vatnsveituna er einnig lögð sú skylda að tryggja að nægjanlegt eldvarnarvatn sé ætíð til staðar á því veitusvæði sem Vatnsveitan þjónar.
 • Hlutverk Hitaveitunnar er að sjá til þess að nægjanlegt heitt vatn sé til staðar, á veitusvæði sínu, sem fullnægir þörfum íbúum í Dalvíkurbyggð og fyrirtækjum sem þar starfa.
 • Hlutverk Fráveitunnar er að taka við fráveituvatni og koma því til viðtaka með þeim hætti sem löglegt er hverju sinni. Hér er átt við að þau útræsi sem Fráveita notar uppfylli lög og reglugerðir. Það sama á við um þær rotþrær sem Fráveitan sér um að tæma.


Sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs er Þorsteinn Björnsson, hann er með netfangið steini@dalvikurbyggd.is. Einnig er hægt að ná á honum í síma 460 4900.