Fræðslu- og menningarsvið

Fræðslu- og menningarsvið hefur það að leiðarljósi að í Dalvíkurbyggð sé öflugt lærdómssamfélag þar sem börnum, starfsfólk, foreldrum og öðrum líði vel. Einnig að börn hljóti menntun við hæfi, menntun sem er í sífelldri framþróun og býr þau undir leik og starf.

Hlutverk fræðslu- og menningarsviðs er að koma ákvörðunum fræðsluráðs í framkvæmd, að vera stefnumótandi fyrir skólastofnanir byggðarlagsins og stuðla að því að hver skóli verði framúrskarandi á sínu sviði. Einnig hefur skrifstofan nokkru eftirlitshlutverki að gegna tengt lögum og mati á gæðum skólastarfsins. Hlutverk hennar er jafnframt að stuðla að því að nemendum líði vel, þeir fái kennslu við hæfi og verði sem sterkastir einstaklingar að skólagöngu liðinni. Einnig þarf skrifstofan að fylgja eftir að fjármunum til fræðslumála sé varið á skilvirkan hátt og stuðla að framþróun kennsluhátta.

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs er Gísli Bjarnason, hann er með netfangið gisli@dalvikurbyggd.is. Einnig er hægt að ná á honum í síma 460 4900.