Fræðslusjóður

Fræðslusjóður Dalvíkurbyggðar var stofnaður árið 2007 við niðurlagningu þriggja sjóða í vörslu sveitarfélagsins; Fóstbræðrasjóðs, sem var með skipulagsskrá frá 25.ágúst 1971, Systkinasjóðs, sem var með skipulagsskrá frá 20. febrúar 1956 og Minningarsjóðs Guðjóns Baldvinssonar, sem var með skipulagsskrá frá 21. mars 1933. Stofnandi sjóðsins er bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar og er sjóðurinn í vörslu Dalvíkurbyggðar.

Tilgangur Fræðslusjóðs Dalvíkurbyggðar er að veita námsstyrki til þeirra sem ekki eiga rétt til styrkja úr öðrum fræðslusjóðum. Ákvörðun um þá ráðstöfun var tekin þar sem hún þótti í mestu samræmi við tilgang þeirra sjóða sem lagðir voru niður við stofnun Fræðslusjóðs Dalvíkurbyggðar. Heimili sjóðsins er í Ráðhúsi Dalvíkurbyggðar, 620 Dalvík og er varnarþing sjóðsins í Dalvíkurbyggð.

Stjórn sjóðsins er skipuð þremur mönnum sem kosnir eru af bæjarstjórn til fjögurra ára í senn. Stjórnin úthlutar námsstyrkjum úr sjóðnum skv. umsóknum og geta það árlega verið vextir af höfuðstóli sem þó verður aldrei skertur. Formaður stjórnar er Valdemar Þór Viðarsson og með henni í stjórn eru Guðlaug Björnsdóttir og Kristrún Sigurðardóttir.

Skipulagsskrá

Umsóknareyðublað

Úthlutunarreglur