Vandræðaskáld - best of.

Vandræðaskáld - best of.

Vandræðaskáld mæta í Berg eftir súpukvöldið með sinn kolsvarta húmor og hárbeitta grín, segja sögur og syngja sín vinsælustu lög. Þeim er ekkert mannlegt óviðkomandi, nema ef það er leiðinlegt, og fjalla óhikað um lífið, ástina og dauðann, eins og þeim einum er lagið.

Vandræðaskáld eru Sesselía Ólafsdóttir, leikstjóri og leikkona, og Vilhjálmur B. Bragason, leikskáld og skemmtikraftur. Bæði eru þau menntuð í London, Sesselía í KADA (Kogan Academy of Dramatic Arts) og Vilhjálmur í RADA (The Royal Academy of Dramtic Art). Undir formerkjum Vandræðaskálda hafa þau samið og flutt revíuna Útför – saga ambáttar og skattsvikara, komið víða við sem veislustjórar og skemmtikraftar og haldið tónleika vítt og breitt um landið. Þá hafa þau vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum fyrir hárbeitta sketcha og gamantexta við lög um jafn fjölbreyttan efnivið og Lánasjóð íslenskra námsmanna, árin 2016 og 2017, Bjarnaverndarnefnd og Air Iceland Connect og nú síðast Útilegusár. Myndbönd þeirra hafa notið mikilla vinsælda og eru með yfir hálfa milljón áhorfa á Facebook.

Miðaverð 2.000.- og 1.500.- fyrir öryrkja og eldri borgara.

Forsala miða í Menningarhúsinu Bergi og í síma 8689393.