Tónleikaröðin Júlí gleði - Valdimar og Örn Eldjárn.

Söngvarinn Valdimar Guðmundsson og Örn Eldjárn hafa undanfarin ár flutt dásamlega einlæga og hugljúfa dagskrá sem samanstendur af lögum sem Valdimar hefur sungið með hljómsveit sinni í bland við uppáhaldslög þeirra félaga við hin ýmsu gleði tækifæri. Þar deila sviði einn ástsælasti söngvari landsins og eitt af okkar mesta gítarséníi. Nú ætla þeir vinir að færa ykkur þessa dásemd heim að dyrum en þeir munu koma fram víðsvegar um landið allt í júlí. Ekki láta þessa gleði framhjá ykkur fara.

Verð 3.000.- Forsala á Tix.is