Tónatrítl í Bergi

Tónatrítl er námskeið ætlað börnum á aldrinum 0-2 og 3-5 ára og foreldrum þeirra. Um er að ræða 30 mínútna samverustund í söng, hreyfingu og dansi sem söngkonan og tónlistarkennarinn Ösp Eldjárn leiðir.
 
Notast verður við íslenskar þulur og barnagælur sem og frumsamin lög og texta eftir mig í bland við erlend lög sem Ösp hefur þýtt og heimfært á íslenska vísu. Með námskeiði sem þessu er verið að örva skynjun og skynvitund barna, tónskyn, hrynskyn, fínhreyfingar, grófhreyfingar og virka hlustun, auk þess sem þetta er frábær samverustund barns og foreldris/forráðamanns.
11:00-11:30 stund fyrir 0-2 ára
11.30-12.00 stund fyrir 2-5 ára
 
Endilega skráið mætingu á facebook viðburði (sjá síðu Bókasafns Dalvíkurbyggðar) og takið fram hvort þið mætið í fyrra eða seinna holl svo við vitum hvað við eigum að gera ráð fyrir mörgum ❤
 
Námskeiðið samstarf Aspar Eldjárn og Bókasafns Dalvíkurbyggðar og er styrkt af Menningarsjóði Dalvíkurbyggðar.