Timahjólið - sýning febrúar mánaðar.

Kristinn Örn Guðmundsson er kvikmyndagerðarmaður og grafískur hönnuður. Á sýningunni sýnir hann stafræna myndlist/ ljósmyndaverk sem hann hefur meðal annars unnið frá miðaldadögum á Gásum við Eyjafjörð ásamt öðrum listaverkum. Hann sýndi myndaröðina frá Gásum í San Benetto del Tronto á Ítalíu á samsýningu ásamt 73 alþjóðlegum listamönnum árið 2017. Hann hélt sína fyrst einkasýningu í Gallerí Gróttu í apríl 2018. Myndirnar eru unnar þannig að Kristinn tekur ljósmyndir og vinnur síðan út ákveðinn grunn frá þeim í myndsköpun sinni með stafrænni myndvinnslu.

Kristinn stundaði nám hjá SAE Institute/Quantm College á Englandi í 3víddar hönnun og hreyfimyndagerð, þá tók hann einnig heimildamyndagerð frá Documentary Filmmakers Group. Hann hefur meðal annars gert heimildamyndina Bréfmiði til Páls, um listamanninn Pál frá Húsafelli.

Kristinn hefur unnið sem kvikmyndagerðarmaður, grafískur hönnnuður ásamt ýmsu öðru. Hluti af áhugamálum hans eru ferðalög, ljósmyndun og grafísk myndvinnsla. Út frá þeim vinnur hann stílfærð listaverk með tölvutækninni.