TENGSL - Emmi Kalinen

TENGSL - Emmi Kalinen

Emmi Kalinen er ekki ókunnug listasýningum en heldur nú sína fyrstu í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. 

Emmi skoðar bæði tengsl og skort á félagslegum tengslum fólks í þessari nýju sýningu. Verkin eru unnin með blandaðri tækni. 

 

"Ég er finnskur listamaður og hef búið á Dalvík síðan 2007. Ég starfa á leikskóla hér á Dalvík ásamt því að vinna að eigin listsköpun. Í verkum mínum á sýningunni velti ég fyrir mér tengslum og samskiptum fólks. Verkin eru unnin með blandaðri tækni, m.a. ljósmyndum, málingu, garni og þæfingu á striga."

 

Opnun sýningarinnar hefst kl. 14.00 en hægt verður að koma við allan júní mánuð og skoða. 

 

Allir velkomnir!